Jæja, setjið kaffið á könnuna og takið fram sörurnar og piparkökurnar því það fer að koma að því að við nemum land á litla Gjaldþrotaskerinu. Það er nú ekki alslæmt, því við hlökkum svo til að hitta allt yndislega fólkið sem við höfum saknað. Vonandi saknaði okkar einhver, því þá verður ennþá skemmtilegra að koma heim!!
Við stoppum þó ekki mjög lengi, verðum í ca. 2 vikur en þá förum við aftur út í um 2 mánuði.
Hér verða þá líklega ritaðar síðustu fréttatilkynningarnar í bili. (Ég veit ég hef ekki verið dugleg að blogga.. en eitthvað er betra en ekkert).
Sl. föstudag var bekkurinn minn með sýningu í Barrhead, sem er staðurinn sem við höfum verið að vinna í alla önnina. Þetta var bara smá kynning á afrakstri vinnunnar þessa önn, en við höfum verið að kynna okkur bæjarsamfélagið í Barrhead, kynnast fólki þar, safna saman þeirra sögum, upplýsingum um staðinn sjálfan og verið með námskeið fyrir unglinga í einum af skólunum í Barrhead. Í sýningunni voru allir í bekknum, fullt af börnum og nokkrum fullorðnum frá Barrhead - og hún Ronja mín!! Í apríl munu svo bekkjarfélagar mínir sýna risasýningu með unglingunum sem eru á námskeiðinu og fullt fullt af fólki frá Barrhead en sýnt verður á fótboltavelli Arthurlie sem er fótboltalið bæjarins! Ég verð auðvitað - og því miður ekki með í því, þar sem ég verð flutt aftur heim, en það er búið að vera frábært að taka þátt í verkefninu með krökkunum þessa önn. Ég kynntist fullt af frábæru fólki og er svo sannarlega reynslunni ríkari. Bekkjarfélagar mínir eru líka hópur af stórkostlegum manneskjum sem ég er glöð að hafa kynnst og hefur verið frábært að vinna með. Þau tóku svo vel á móti mér í bekkinn og hafa bara verið æðisleg.
Aftur að sýningunni á föstudag. Þetta var ansi strembinn dagur en við sýndum heilar 3 sýningar á einum degi. Þá fyrstu kl. 10 um morguninn, næstu kl. 1.30 um daginn og þá síðustu kl. 19 kvöldið og eftir hana þurftum við að taka allt saman - taka niður ljós, skipta um borð og stóla í salnum, taka upp dansgólf sem við höfðum lagt á sviðið, vaska upp (það var boðið upp á jólaglögg, te og bökur) og svoleiðis... Ronja var með mér allan daginn og Helga líka en þær fóru svo heim eftir síðustu sýninguna. Ronja stóð sig alveg frábærlega, stal athyglinni gjörsamlega og allir voru ótrúlega hrifnir af henni! Allir krakkarnir í skólanum eru orðnir hálföfundsjúkir yfir að ég eigi svona frábæra stelpu sem öllum finnst svo sniðug og skemmtileg :)
Segi ykkur meira frá sviðsframkomu litlu stjörnunnar minnar þegar ég kem heim -en þá verðið þið líka að bjóða mér í kaffi!!
Hún Ronja er orðin svo spennt að koma til Íslands að hún telur dagana. Hún stendur sig ennþá rosalega vel í skólanum og er farin að tala svo mikla ensku og með svo fínum skoskum hreim sem er alveg æðislegt.
Annars bara.. brjálað að gera eins og venjulega og ég kemst ekki yfir allt sem ég þarf að gera... Þannig að best að koma sér að verki!
Sjáumst eftir nokkra daga! Við lendum í eftirmiðdaginn 21.des (nei, ekkert surprise! í þetta skiptið!)
:)
Adda
Wednesday, 17 December 2008
Friday, 5 December 2008
Ég skiiiil ekki....
gengisútreikning Visa... Ég skil ekki að gengið sé 185 eða 177 kr. í dag (eftir því hvað klukkan var þegar maður gáði) á síðum bankanna, en ennþá 215 kr. hjá Valitor Visa (og American Express)!!!!
Gengið á síðum bankanna var komið upp fyrir 220 kr. fyrr í vikunni en er núna betra en það hefur verið MJÖG lengi. En hverju í ands******* breytir það fyrir okkur ef gengið hjá öllum kortafyrirtækjum er það sama - heilar 215 krónur fyrir hvert sk**** sterlingspund???
Ég sendi fyrirspurn um þetta til Visa og þetta er svarið sem ég fékk:
Sæl Ástbjörg og takk fyrir póstinn
Miðað er við VISA gengi bæði þegar VISA kredit og debet kort eru notuð.
Valitor gerir upp við erlenda söluaðila 5 sinnum í viku og miðast gengi
færslu við þennan uppgjörsdag þ.e. skiladag færslunnar en ekki þann dag
sem færslan fer fram. Uppgjörið sem er í Bandaríkjadollurum, fer fram á
næturnar og tekur VISA gengi því mið að gengi Seðlabankans í lok markaða
deginum áður. VISA gengi erlendra gjaldmiðla sveiflast því degi á eftir
gengi Seðlabankans.
Botnar einhver í þessu???
Ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér og hvort það breyti mig yfir höfuð einhverju máli fjárhagslega hvort bankavefsíðurnar segi mér að gengið sé hagstæðara, þá væri ég óskaplega þakklát.
Og svo þið vitið af því þá verð ég örugglega orðin gráhærð eða hárlaus þegar ég útskrifast í vor af áhyggjum og annríki.
Svo ég skilji ykkur ekki eftir í þunglyndi yfir hvað lífið er erfitt hjá mér, þá var skóladagurinn í dag mjög góður.
Þangað til næst.
Gengið á síðum bankanna var komið upp fyrir 220 kr. fyrr í vikunni en er núna betra en það hefur verið MJÖG lengi. En hverju í ands******* breytir það fyrir okkur ef gengið hjá öllum kortafyrirtækjum er það sama - heilar 215 krónur fyrir hvert sk**** sterlingspund???
Ég sendi fyrirspurn um þetta til Visa og þetta er svarið sem ég fékk:
Sæl Ástbjörg og takk fyrir póstinn
Miðað er við VISA gengi bæði þegar VISA kredit og debet kort eru notuð.
Valitor gerir upp við erlenda söluaðila 5 sinnum í viku og miðast gengi
færslu við þennan uppgjörsdag þ.e. skiladag færslunnar en ekki þann dag
sem færslan fer fram. Uppgjörið sem er í Bandaríkjadollurum, fer fram á
næturnar og tekur VISA gengi því mið að gengi Seðlabankans í lok markaða
deginum áður. VISA gengi erlendra gjaldmiðla sveiflast því degi á eftir
gengi Seðlabankans.
Botnar einhver í þessu???
Ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér og hvort það breyti mig yfir höfuð einhverju máli fjárhagslega hvort bankavefsíðurnar segi mér að gengið sé hagstæðara, þá væri ég óskaplega þakklát.
Og svo þið vitið af því þá verð ég örugglega orðin gráhærð eða hárlaus þegar ég útskrifast í vor af áhyggjum og annríki.
Svo ég skilji ykkur ekki eftir í þunglyndi yfir hvað lífið er erfitt hjá mér, þá var skóladagurinn í dag mjög góður.
Þangað til næst.
Wednesday, 3 December 2008
Samantekt
Rétt til að taka saman í stuttu máli það sem hefur drifið á daga okkar hér í Glasgow:
- Við Ronja fórum í dagsferð með Söru um daginn, til Troon, sem er lítill bær á vesturströnd Skotlands. Það tekur bara um hálftíma að fara þangað með lest og er ekki dýrt miðað við margt annað allavega....
Áttum frábæran dag þar, fórum vel klæddar og fórum í ekta fjöruferð þar. Tíndum skeljar og steina, þara og þang og önduðum að okkur ferskum blænum frá yndislega sjónum sem við söknuðum allar. Fengum okkur heitt kakó og ís (í kuldanum! - eins og margir vita er Ronja mín bara íssjúk, svo það varð auðvitað að kaupa ís), fórum á róló og enduðum svo á kaffihúsi þar sem við fengum okkur aftur heita drykki og samlokur. Röltum svo aðeins um bæinn og tókum lestina aftur heim. Þetta var frábær dagur í alla staði og komum við alveg endurnærðar heim.
- Við erum búnar að fara á Kelvingrove safnið þar sem er fullt af uppstoppuðum dýrum, t.d. gíraffi, fíll, strútur og hestur. Svo er þar líka alvöru býflugnabú með glerveggjum, þannig að maður getur séð býflugurnar vinna og svo auðvitað margt margt fleira. Ronja skemmti sér vel þar og sá fullt af hlutum sem henni fundust skemmtilegir, fékk að prófa alls konar grímur; dýranef og dýraaugu ofl ofl.
- Við erum búin að hafa 2 Íslendingapartý heima hjá okkur og það var ægilega gaman. Þema fyrra partýsins var ABS - sem ég held að ég hafi minnst á áður. Þá voru s.s. allir búnir að kaupa búning handa leynilega ABS-vini sínum í heildsölunni ABS sem er mjög fyndin og dáldið mikið hallærisleg búð. Svo voru vinir tilkynntir og búningar afhentir. Þetta var alveg sjúklega fyndið og skemmtilegt partý. Í seinna partýinu, sem var sl. helgi var þemað ferming og áttu allir að koma með einhverja rétti eða annað sem algengt er í fermingarveislum. Þetta var líka voðalega gaman og eftir "fermingarveisluna" fórum við fullorðna fólkið á kúrekastað sem er hér rétt hjá og dönsuðum línudans og skemmtum okkur konunglega. Frábært kvöld.
Ronja var með í báðum veislunum og í fermingarveisluna kom líka Dagur, sem er íslenskur strákur, sonur Bjartmars og Auðar, hjóna sem eru hér í námi líka. Þau Ronja náðu þvílíkt vel saman, léku sér allt kvöldið og það var erfitt að skilja þau að þegar Dagur átti að fara heim!
- Ronju hefur verið boðið í 2 afmælisveislur næsta sunnudag. Annars vegar hjá tvíburum úr skólanum hennar (stelpan er í bekknum hennar) og hins vegar hjá Degi. Það verður því flakkað á milli afmælisveisla á sunnudag, mikil tilhlökkun þar!
- Á döfunni eru nokkrar leikhúsferðir, m.a. ætlum við Ronja og Helga að sjá "Pantomime" í skólanum okkar. Það er leikarabekkur sem setur upp þessa sýningu. Panto er mjög vinsælt form hér, er voðalega svipað og barnasýningar heima, þar sem börnin geta kallað upp á svið og tekið vissan þátt í sýningunni.
- Síðast en ekki síst erum við í bekknum að fara að sýna sýningu föstudaginn 12.des (3 sýn yfir daginn), í Barrhead sem er litli bærinn sem við erum búin að vera að vinna "samfélags-leikhús" (community theatre) alla önnina. Ronja mun einnig stíga á stokk í Barrhead en hún mun verða með okkur í sýningunni, sem er ótrúlega gaman og hún hlakkar rosa til!
Nú þarf ég að fara í tíma. Vonandi tekst mér að rifja fleira upp og koma því á bloggið fljótlega.
Knús,
Adda
- Við Ronja fórum í dagsferð með Söru um daginn, til Troon, sem er lítill bær á vesturströnd Skotlands. Það tekur bara um hálftíma að fara þangað með lest og er ekki dýrt miðað við margt annað allavega....
Áttum frábæran dag þar, fórum vel klæddar og fórum í ekta fjöruferð þar. Tíndum skeljar og steina, þara og þang og önduðum að okkur ferskum blænum frá yndislega sjónum sem við söknuðum allar. Fengum okkur heitt kakó og ís (í kuldanum! - eins og margir vita er Ronja mín bara íssjúk, svo það varð auðvitað að kaupa ís), fórum á róló og enduðum svo á kaffihúsi þar sem við fengum okkur aftur heita drykki og samlokur. Röltum svo aðeins um bæinn og tókum lestina aftur heim. Þetta var frábær dagur í alla staði og komum við alveg endurnærðar heim.
- Við erum búnar að fara á Kelvingrove safnið þar sem er fullt af uppstoppuðum dýrum, t.d. gíraffi, fíll, strútur og hestur. Svo er þar líka alvöru býflugnabú með glerveggjum, þannig að maður getur séð býflugurnar vinna og svo auðvitað margt margt fleira. Ronja skemmti sér vel þar og sá fullt af hlutum sem henni fundust skemmtilegir, fékk að prófa alls konar grímur; dýranef og dýraaugu ofl ofl.
- Við erum búin að hafa 2 Íslendingapartý heima hjá okkur og það var ægilega gaman. Þema fyrra partýsins var ABS - sem ég held að ég hafi minnst á áður. Þá voru s.s. allir búnir að kaupa búning handa leynilega ABS-vini sínum í heildsölunni ABS sem er mjög fyndin og dáldið mikið hallærisleg búð. Svo voru vinir tilkynntir og búningar afhentir. Þetta var alveg sjúklega fyndið og skemmtilegt partý. Í seinna partýinu, sem var sl. helgi var þemað ferming og áttu allir að koma með einhverja rétti eða annað sem algengt er í fermingarveislum. Þetta var líka voðalega gaman og eftir "fermingarveisluna" fórum við fullorðna fólkið á kúrekastað sem er hér rétt hjá og dönsuðum línudans og skemmtum okkur konunglega. Frábært kvöld.
Ronja var með í báðum veislunum og í fermingarveisluna kom líka Dagur, sem er íslenskur strákur, sonur Bjartmars og Auðar, hjóna sem eru hér í námi líka. Þau Ronja náðu þvílíkt vel saman, léku sér allt kvöldið og það var erfitt að skilja þau að þegar Dagur átti að fara heim!
- Ronju hefur verið boðið í 2 afmælisveislur næsta sunnudag. Annars vegar hjá tvíburum úr skólanum hennar (stelpan er í bekknum hennar) og hins vegar hjá Degi. Það verður því flakkað á milli afmælisveisla á sunnudag, mikil tilhlökkun þar!
- Á döfunni eru nokkrar leikhúsferðir, m.a. ætlum við Ronja og Helga að sjá "Pantomime" í skólanum okkar. Það er leikarabekkur sem setur upp þessa sýningu. Panto er mjög vinsælt form hér, er voðalega svipað og barnasýningar heima, þar sem börnin geta kallað upp á svið og tekið vissan þátt í sýningunni.
- Síðast en ekki síst erum við í bekknum að fara að sýna sýningu föstudaginn 12.des (3 sýn yfir daginn), í Barrhead sem er litli bærinn sem við erum búin að vera að vinna "samfélags-leikhús" (community theatre) alla önnina. Ronja mun einnig stíga á stokk í Barrhead en hún mun verða með okkur í sýningunni, sem er ótrúlega gaman og hún hlakkar rosa til!
Nú þarf ég að fara í tíma. Vonandi tekst mér að rifja fleira upp og koma því á bloggið fljótlega.
Knús,
Adda
Subscribe to:
Posts (Atom)