Jæja, setjið kaffið á könnuna og takið fram sörurnar og piparkökurnar því það fer að koma að því að við nemum land á litla Gjaldþrotaskerinu. Það er nú ekki alslæmt, því við hlökkum svo til að hitta allt yndislega fólkið sem við höfum saknað. Vonandi saknaði okkar einhver, því þá verður ennþá skemmtilegra að koma heim!!
Við stoppum þó ekki mjög lengi, verðum í ca. 2 vikur en þá förum við aftur út í um 2 mánuði.
Hér verða þá líklega ritaðar síðustu fréttatilkynningarnar í bili. (Ég veit ég hef ekki verið dugleg að blogga.. en eitthvað er betra en ekkert).
Sl. föstudag var bekkurinn minn með sýningu í Barrhead, sem er staðurinn sem við höfum verið að vinna í alla önnina. Þetta var bara smá kynning á afrakstri vinnunnar þessa önn, en við höfum verið að kynna okkur bæjarsamfélagið í Barrhead, kynnast fólki þar, safna saman þeirra sögum, upplýsingum um staðinn sjálfan og verið með námskeið fyrir unglinga í einum af skólunum í Barrhead. Í sýningunni voru allir í bekknum, fullt af börnum og nokkrum fullorðnum frá Barrhead - og hún Ronja mín!! Í apríl munu svo bekkjarfélagar mínir sýna risasýningu með unglingunum sem eru á námskeiðinu og fullt fullt af fólki frá Barrhead en sýnt verður á fótboltavelli Arthurlie sem er fótboltalið bæjarins! Ég verð auðvitað - og því miður ekki með í því, þar sem ég verð flutt aftur heim, en það er búið að vera frábært að taka þátt í verkefninu með krökkunum þessa önn. Ég kynntist fullt af frábæru fólki og er svo sannarlega reynslunni ríkari. Bekkjarfélagar mínir eru líka hópur af stórkostlegum manneskjum sem ég er glöð að hafa kynnst og hefur verið frábært að vinna með. Þau tóku svo vel á móti mér í bekkinn og hafa bara verið æðisleg.
Aftur að sýningunni á föstudag. Þetta var ansi strembinn dagur en við sýndum heilar 3 sýningar á einum degi. Þá fyrstu kl. 10 um morguninn, næstu kl. 1.30 um daginn og þá síðustu kl. 19 kvöldið og eftir hana þurftum við að taka allt saman - taka niður ljós, skipta um borð og stóla í salnum, taka upp dansgólf sem við höfðum lagt á sviðið, vaska upp (það var boðið upp á jólaglögg, te og bökur) og svoleiðis... Ronja var með mér allan daginn og Helga líka en þær fóru svo heim eftir síðustu sýninguna. Ronja stóð sig alveg frábærlega, stal athyglinni gjörsamlega og allir voru ótrúlega hrifnir af henni! Allir krakkarnir í skólanum eru orðnir hálföfundsjúkir yfir að ég eigi svona frábæra stelpu sem öllum finnst svo sniðug og skemmtileg :)
Segi ykkur meira frá sviðsframkomu litlu stjörnunnar minnar þegar ég kem heim -en þá verðið þið líka að bjóða mér í kaffi!!
Hún Ronja er orðin svo spennt að koma til Íslands að hún telur dagana. Hún stendur sig ennþá rosalega vel í skólanum og er farin að tala svo mikla ensku og með svo fínum skoskum hreim sem er alveg æðislegt.
Annars bara.. brjálað að gera eins og venjulega og ég kemst ekki yfir allt sem ég þarf að gera... Þannig að best að koma sér að verki!
Sjáumst eftir nokkra daga! Við lendum í eftirmiðdaginn 21.des (nei, ekkert surprise! í þetta skiptið!)
:)
Adda
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ hæ
Það væri nú aldeilis gaman að hitta ykkur mæðgur við tækifæri, en þetta er nú aldeilis stutt jólafrí sem þið fáið :) Jólakortið þitt fór á Háhól ;)
Gleðileg jól
knús
Guðrún vinkonufrænka
Hæ hæ
það væri nú aldeilis gaman að hitta ykkur mæðgur, alltaf heitt á könnunni í Hafnarfirðinum :) en þið fáið nú ekki langt jólafrí :) Jólakortið til ykkar fór á Háhól, hafið það rosa gott um jólin
kveðja
Guðrún frænka
ohh þið trúið ekki hvað við erum búin að sakna ykkar mikið!!!!!! erum svo spennt að sjá ykkur loksins loksins á sunnudaginn!!! ;) hlökkum svooooo til:*
bestu kveðjur seisa og bjössi
Love you
jójójó
Post a Comment