Friday, 5 December 2008

Ég skiiiil ekki....

gengisútreikning Visa... Ég skil ekki að gengið sé 185 eða 177 kr. í dag (eftir því hvað klukkan var þegar maður gáði) á síðum bankanna, en ennþá 215 kr. hjá Valitor Visa (og American Express)!!!!
Gengið á síðum bankanna var komið upp fyrir 220 kr. fyrr í vikunni en er núna betra en það hefur verið MJÖG lengi. En hverju í ands******* breytir það fyrir okkur ef gengið hjá öllum kortafyrirtækjum er það sama - heilar 215 krónur fyrir hvert sk**** sterlingspund???
Ég sendi fyrirspurn um þetta til Visa og þetta er svarið sem ég fékk:

Sæl Ástbjörg og takk fyrir póstinn

Miðað er við VISA gengi bæði þegar VISA kredit og debet kort eru notuð.
Valitor gerir upp við erlenda söluaðila 5 sinnum í viku og miðast gengi
færslu við þennan uppgjörsdag þ.e. skiladag færslunnar en ekki þann dag
sem færslan fer fram. Uppgjörið sem er í Bandaríkjadollurum, fer fram á
næturnar og tekur VISA gengi því mið að gengi Seðlabankans í lok markaða
deginum áður. VISA gengi erlendra gjaldmiðla sveiflast því degi á eftir
gengi Seðlabankans.

Botnar einhver í þessu???

Ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér og hvort það breyti mig yfir höfuð einhverju máli fjárhagslega hvort bankavefsíðurnar segi mér að gengið sé hagstæðara, þá væri ég óskaplega þakklát.

Og svo þið vitið af því þá verð ég örugglega orðin gráhærð eða hárlaus þegar ég útskrifast í vor af áhyggjum og annríki.

Svo ég skilji ykkur ekki eftir í þunglyndi yfir hvað lífið er erfitt hjá mér, þá var skóladagurinn í dag mjög góður.

Þangað til næst.

No comments: