(afsakid, er ad vinna a skrifstofunni hja Solar Bear og hef ekki islenska stafi i tolvunni, svo thetta er skrifad a utlenskri islensku):
Bara rett ad henda inn nokkrum ordum til ad lata vita ad eg er ekki haett ad blogga og vid erum allar a lifi og vid goda heilsu. Eg hef bara ekki skrifad lengi thvi eg kemst svo sjaldan a netid thessa dagana, thar sem netid er ekki ordid tengt hja okkur. Vid faum tho heimasima og net innan 2ja vikna.
Sara er komin til Glasgow og kom hun med mikla og goda sendingu fra Oddu ommu og Joa afa, mommu og fleirum. Hef komist ad thvi ad islenskar sukkuladirusinur (Gou) eru storlega vanmetnar!!!
Astarthakkir fyrir sendinguna amma, afi og mamma!!! Thusund kossar og knus! Allir hinir sem sendu Ronju afmaelispakka: Astarthakkir fyrir thad! Hun verdur svakalega glod a laugardaginn thegar hun faer svona margar hlyjar kvedjur og gjafir fra Islandi!
Ja, Ronja hlakkar oskaplega mikid til ad eiga afmaeli og vid erum ad byrja ad undirbua veislu sem verdur haldin a laugardaginn (afmaelisdaginn sjalfan). Hun aetlar ad bjoda 3-5 krokkum ur bekknum sinum, vid aetlum ad skreyta og hafa pakkaleik og eitthvad fleira skemmtilegt. Vid erum badar i frii allan fostudaginn, svo vid notum hann vaentanlega til ad undirbua veisluna.
Vid erum alltaf ad finna fleiri og fleiri stadi i ibudinni sem eru oasaettanlega ohreinir og illa thrifnir og eg er alveg komin med upp i kok af thessu. Eg er a leidinni i leigumidlunina ad kvarta a eftir. Vid fengum £30 fyrir ad thrifa bakarofninn sjalfar, sem er bot i mali, en eg tharf ad lata vita af ollu hinu ogedinu! Sem daemi, er uppthvottavelin stiflud thvi hun er full af skit og drullu, svo mikill vidbjodur ad eg hef aldrei sed annad eins! Thad er farinn ad myndast sveppagrodur i henni og allt. Eg er buin ad thrifa storan hluta af thessu, en get ekki losad stifluna nema skrufa velina eitthvad i sundur... svo eg thori thvi ekki alveg. Ja og svo er fullt af poddum i ibudinni, sem tho virdist hafa faekkad eftir ad vid thrifum golfin og listana...
Jaeja, verd ad halda afram ad vinna.
Knus til allra, laet heyra fra mer aftur thegar eg get.
Wednesday, 24 September 2008
Thursday, 18 September 2008
Stutt og laggott
Bara rétt að henda inn í tilkynningaskylduna á meðan ég er við nettengda tölvu.
Höfum það fínt, erum orðnar dáldið þreyttar á að þrífa. Erum alltaf að sjá betur og betur hvað íbúðin var illa þrifin eftir síðustu leigjendur. Við fáum greidd 30pund í "skaðabætur" fyrir bakarofninn, með því skilyrði að þrífa hann sjálfar. Ætla að taka því, get vel notað þann pening. Erum ekki alveg búnar að koma okkur fyrir, en erum mjög langt komnar. Íbúðin er samt æði, þrátt fyrir skítinn - sem nú er að verða horfinn því við erum með Mastersgráðu í hreingerningum.
Nóg að gera hjá mér í starfsnáminu og Ronja er ánægð í skólanum. Ciera vinkona hennar kemur í heimsókn til okkar einhvern tíman í næstu viku eftir skóla og það verður örugglega æðislegt fyrir þær báðar.
Hef það ekki lengra í bili.
Höfum það fínt, erum orðnar dáldið þreyttar á að þrífa. Erum alltaf að sjá betur og betur hvað íbúðin var illa þrifin eftir síðustu leigjendur. Við fáum greidd 30pund í "skaðabætur" fyrir bakarofninn, með því skilyrði að þrífa hann sjálfar. Ætla að taka því, get vel notað þann pening. Erum ekki alveg búnar að koma okkur fyrir, en erum mjög langt komnar. Íbúðin er samt æði, þrátt fyrir skítinn - sem nú er að verða horfinn því við erum með Mastersgráðu í hreingerningum.
Nóg að gera hjá mér í starfsnáminu og Ronja er ánægð í skólanum. Ciera vinkona hennar kemur í heimsókn til okkar einhvern tíman í næstu viku eftir skóla og það verður örugglega æðislegt fyrir þær báðar.
Hef það ekki lengra í bili.
Monday, 15 September 2008
Heimili
Jæja, jæja. Þá erum við búnar að fá íbúðina. Við gistum reyndar ekki þar fyrr en á morgun, hún er illa þrifin og við erum bara búnar að fara með smá dót þangað. Byrjaði reyndar skringilega, því við fengum ekki réttan lykil að sameigninni... Það er s.s. svona skynjari í staðin fyrir venjulegan lykil og við fengum engan svoleiðis. Við vorum þó heppnar að yndislegur næstum miðaldra íbúi í húsinu, nýji nágranninn okkar hann Martin, hleypti okkur inn og lánaði okkur aukalykil sem hann átti að bakhurðinni en til að komast að henni þurfum við að fara í gegnum bílastæðin bakvið húsið. Ég fer á leigumiðlunina á morgun og fæ vonandi lykil þá og mun líka leggja fram smá kvörtun yfir hvað íbúðin er illa þrifin eftir síðustu leigjendur.
Okkur leið nú samt hálf skringilega að koma þarna inn og vita að við ættum að eiga heima þar, því þessi íbúð er svo svakalega stór að þetta er bara næstum eins og Ikeaverslun! Mikill stærðarmunur á þessari og litlu kósí íbúðinni hennar Söru.
Ég verð á skrifstofunni hjá Solar Bear nokkra daga í þessari viku og flesta í þeirri næstu að hjálpa eitthvað til og kynnast starfi þeirra betur í tengslum við starsnámið mitt. Það er bara spennandi og ég hlakka til, þetta er frábært fólk sem ég er búin að hitta þar og verður bara gaman að vinna meira með þeim.
AF RONJU
Ronja fór kát og glöð í skólann í morgun og virtist bara ánægð með daginn. Hún hefur verið pínu neikvæð stundum gagnvart skólanum, þrátt fyrir að kennarinn segi hana glaða og káta þegar hún er þar. Hún er dugleg að reyna að tala ensku og námsfús - oftast - en hún er óþolinmóð (eins og flestir vita sem hana þekkja) og þolir ekki að kunna ekki að tala reiprennandi strax og skilja ekki allt. Þegar við erum í búðum og lestarstöðvum og fleira þá biður hún mig iðulega að segja sér hvernig hún eigi að segja hitt og þetta (t.d. panta mat, spyrja um vörur, kaupa miða eða hvað það nú er), því hún vill fá að segja það sjálf á ensku!
Hún er líka ægilega spennt að flytja í nýju íbúðina.
Það er reyndar mjög fyndið að fylgjast með henni reyna að ná enskunni. Hún endurtekur oft setningar sem hún heyrir úti á götu þegar við erum á röltinu og spyr mig hvað þær þýða. Það er hins vegar verra þegar hún endurtekur eitthvað sem hún hefur heyrt í skólanum eða í teiknimyndum og biður mig að þýða það, því í flestum þeim tilfellum hefur framburður orðanna bjagast svo mikið að ég næ ekki nema 1-2mur orðum í setningu...
Svo er alveg kostulegt að fara með hana meðal fólks, í matvörubúðir, almenningsgarða og annað, því þar byrjar hún oft að tala "ensku" við mig, sem er bara bullmál með stöku ensku orði í bland. Hljómar eitthvað eins og: "Mommy, canjurey lepes tinnju a míkalogginsen kangaroo? Please?"
Ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að svara þessu... en eitt er víst að ég má alls ekki svara henni á íslensku!
Var ég búin að minnast á að það er POOL BORÐ Í STOFUNNI á nýju íbúðinni?!!! Ronja og Helga tóku strax einn leik þegar við fórum niður eftir áðan. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er íbúðin okkar nákvæmlega sama íbúð og hún Sara okkar bjó í á fyrsta árinu sínu hér!! Já, lítill heimur, meira að segja í Sameinuðu Konungsdæmunum!
Fleiri fréttir eru ekki af okkur í bili. Við verðum internet og símalausar til að byrja með í nýju íbúðinni, en munum þó koma við ýmist hér hjá Söru eða á internetkaffihúsum til að kíkja á netið, þangað til það verður virkt hjá okkur.
Þeir sem vilja fá heimilisfangið okkar ættu að senda mér tölvupóst á addarut@gmail.com
Knús til ykkar allra
Okkur leið nú samt hálf skringilega að koma þarna inn og vita að við ættum að eiga heima þar, því þessi íbúð er svo svakalega stór að þetta er bara næstum eins og Ikeaverslun! Mikill stærðarmunur á þessari og litlu kósí íbúðinni hennar Söru.
Ég verð á skrifstofunni hjá Solar Bear nokkra daga í þessari viku og flesta í þeirri næstu að hjálpa eitthvað til og kynnast starfi þeirra betur í tengslum við starsnámið mitt. Það er bara spennandi og ég hlakka til, þetta er frábært fólk sem ég er búin að hitta þar og verður bara gaman að vinna meira með þeim.
AF RONJU
Ronja fór kát og glöð í skólann í morgun og virtist bara ánægð með daginn. Hún hefur verið pínu neikvæð stundum gagnvart skólanum, þrátt fyrir að kennarinn segi hana glaða og káta þegar hún er þar. Hún er dugleg að reyna að tala ensku og námsfús - oftast - en hún er óþolinmóð (eins og flestir vita sem hana þekkja) og þolir ekki að kunna ekki að tala reiprennandi strax og skilja ekki allt. Þegar við erum í búðum og lestarstöðvum og fleira þá biður hún mig iðulega að segja sér hvernig hún eigi að segja hitt og þetta (t.d. panta mat, spyrja um vörur, kaupa miða eða hvað það nú er), því hún vill fá að segja það sjálf á ensku!
Hún er líka ægilega spennt að flytja í nýju íbúðina.
Það er reyndar mjög fyndið að fylgjast með henni reyna að ná enskunni. Hún endurtekur oft setningar sem hún heyrir úti á götu þegar við erum á röltinu og spyr mig hvað þær þýða. Það er hins vegar verra þegar hún endurtekur eitthvað sem hún hefur heyrt í skólanum eða í teiknimyndum og biður mig að þýða það, því í flestum þeim tilfellum hefur framburður orðanna bjagast svo mikið að ég næ ekki nema 1-2mur orðum í setningu...
Svo er alveg kostulegt að fara með hana meðal fólks, í matvörubúðir, almenningsgarða og annað, því þar byrjar hún oft að tala "ensku" við mig, sem er bara bullmál með stöku ensku orði í bland. Hljómar eitthvað eins og: "Mommy, canjurey lepes tinnju a míkalogginsen kangaroo? Please?"
Ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að svara þessu... en eitt er víst að ég má alls ekki svara henni á íslensku!
Var ég búin að minnast á að það er POOL BORÐ Í STOFUNNI á nýju íbúðinni?!!! Ronja og Helga tóku strax einn leik þegar við fórum niður eftir áðan. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er íbúðin okkar nákvæmlega sama íbúð og hún Sara okkar bjó í á fyrsta árinu sínu hér!! Já, lítill heimur, meira að segja í Sameinuðu Konungsdæmunum!
Fleiri fréttir eru ekki af okkur í bili. Við verðum internet og símalausar til að byrja með í nýju íbúðinni, en munum þó koma við ýmist hér hjá Söru eða á internetkaffihúsum til að kíkja á netið, þangað til það verður virkt hjá okkur.
Þeir sem vilja fá heimilisfangið okkar ættu að senda mér tölvupóst á addarut@gmail.com
Knús til ykkar allra
Wednesday, 10 September 2008
Bresk hús
Ég held að bresk hús séu gerð úr tannstönglum og dagblöðum á grunni úr blautum svampi. Í hvert skipti sem þungir bílar keyra framhjá húsinu sem við erum í, þá höldum við að það sé kominn jarðskjálfti. Reyndar finnur maður þetta líka þegar maður stendur á gangstéttum niðri í bæ og þungir bílar keyra framhjá. Ef það kæmi einhvern tíman jarðskjálfti hér (sem ég veit nú ekki til að hafi nokkurn tíman gerst, né sé einhver séns á), þá bíð ég ekki í afleiðingarnar...
Verum þakklát fyrir stórkostlega byggðu íslensku húsin okkar og okkar færu verkamenn sem kunna til verka. Þeir finnast greinilega ekki á hverju strái í útlöndum. Með því að líta í kringum mig inni í húsum hef ég einnig verið minnt á það sem ég komst að þegar ég bjó síðast í Bretlandi og það er að bretar kunna ekki að mála. Þeir byrja bara einhversstaðar og draga rúlluna út og suður um vegginn og bara eina umferð, þannig að veggirnir og loftin líta út fyrir að hafa bara verið grunnuð. Merkilegt.
Verum þakklát fyrir stórkostlega byggðu íslensku húsin okkar og okkar færu verkamenn sem kunna til verka. Þeir finnast greinilega ekki á hverju strái í útlöndum. Með því að líta í kringum mig inni í húsum hef ég einnig verið minnt á það sem ég komst að þegar ég bjó síðast í Bretlandi og það er að bretar kunna ekki að mála. Þeir byrja bara einhversstaðar og draga rúlluna út og suður um vegginn og bara eina umferð, þannig að veggirnir og loftin líta út fyrir að hafa bara verið grunnuð. Merkilegt.
Tuesday, 9 September 2008
Gleði gleði
Það var mikil gleði hjá okkur í hádeginu í dag, en þá barst loksins annar böggullinn með dótinu okkar frá Íslandi. Í þessum var eitthvað af fötum, húfur og vettlingar (sem okkur var farið að vanta) og til allrar hamingju leikföngin hennar Ronju, eða að minnsta kosti eitthvað af þeim. Hinn kassinn skilar sér vonandi á næstu dögum. Svo kom reyndar önnur gleðisending í morgun, en það var lítill bakpoki frá Ronju með smávegis dóti, sem við gleymdum hjá Heiðu í Danmörku. Svo Ronja hefur verið kát í dag að leika sér með dótið sitt, spila á hljóðfæri og klæða sig í búninga :)
Rétt í þessu kom Ronja æpandi inn í eldhús, því það kom óboðinn gestur skríðandi til hennar inni í svefnherbergi. Þetta var einhvers konar margfætlubjalla - við skulum bara kalla hana það... og við skulum líka segja að "I took care of it!"
Ég er nú að byrja að vinna í BA ritgerðinni minni, búin að leita að heimildum og fæ aðgang að bókasafninu í skólanum á morgun, svo ég ætti að finna einhverjar bækur þar til að byrja að lesa. Þetta er samt allt á byrjunarstigi, en það er þó alltaf byrjunin.
Fór líka í dag að tala við Robert og Deboruh, kennarana í kúrsinum mínum í skólanum og fékk nánari útlistingu á hvernig "placement" (starfsnámið) gengur fyrir sig, hvað ég þarf að taka marga tíma í því og hvað ég fæ margar einingar fyrir það o.s.frv. Þetta skýrði ýmislegt fyrir mér og nú þarf ég bara að tala betur við Deboruh (önnur Deborah) hjá Solar Bear, fyrirtækinu sem ég er í starfsnáminu hjá, um hvernig þetta verður nákvæmlega. Svo eitthvað að gerast í skólamálum loksins.
Já og svo er hann Lord Fredrik, heimilismúsin "hennar" Söru búinn að láta sjá sig. Hann kíkti á Helgu (au pairan) um daginn. Henni brá óskaplega í brún, en varð þó ekki meint af. Lord Fredrik varð ekki meint af heldur.
Svo fann ég bækling frá einhverju danskompaníi þar sem maður getur farið á alls konar námskeið. Við Helga erum báðar að hugsa um að skella okkur!
Ekki verður þetta lengra í bili, skrifa aftur þegar eitthvað hefur gerst...
Rétt í þessu kom Ronja æpandi inn í eldhús, því það kom óboðinn gestur skríðandi til hennar inni í svefnherbergi. Þetta var einhvers konar margfætlubjalla - við skulum bara kalla hana það... og við skulum líka segja að "I took care of it!"
Ég er nú að byrja að vinna í BA ritgerðinni minni, búin að leita að heimildum og fæ aðgang að bókasafninu í skólanum á morgun, svo ég ætti að finna einhverjar bækur þar til að byrja að lesa. Þetta er samt allt á byrjunarstigi, en það er þó alltaf byrjunin.
Fór líka í dag að tala við Robert og Deboruh, kennarana í kúrsinum mínum í skólanum og fékk nánari útlistingu á hvernig "placement" (starfsnámið) gengur fyrir sig, hvað ég þarf að taka marga tíma í því og hvað ég fæ margar einingar fyrir það o.s.frv. Þetta skýrði ýmislegt fyrir mér og nú þarf ég bara að tala betur við Deboruh (önnur Deborah) hjá Solar Bear, fyrirtækinu sem ég er í starfsnáminu hjá, um hvernig þetta verður nákvæmlega. Svo eitthvað að gerast í skólamálum loksins.
Já og svo er hann Lord Fredrik, heimilismúsin "hennar" Söru búinn að láta sjá sig. Hann kíkti á Helgu (au pairan) um daginn. Henni brá óskaplega í brún, en varð þó ekki meint af. Lord Fredrik varð ekki meint af heldur.
Svo fann ég bækling frá einhverju danskompaníi þar sem maður getur farið á alls konar námskeið. Við Helga erum báðar að hugsa um að skella okkur!
Ekki verður þetta lengra í bili, skrifa aftur þegar eitthvað hefur gerst...
Subscribe to:
Posts (Atom)