Bara rétt að henda inn í tilkynningaskylduna á meðan ég er við nettengda tölvu.
Höfum það fínt, erum orðnar dáldið þreyttar á að þrífa. Erum alltaf að sjá betur og betur hvað íbúðin var illa þrifin eftir síðustu leigjendur. Við fáum greidd 30pund í "skaðabætur" fyrir bakarofninn, með því skilyrði að þrífa hann sjálfar. Ætla að taka því, get vel notað þann pening. Erum ekki alveg búnar að koma okkur fyrir, en erum mjög langt komnar. Íbúðin er samt æði, þrátt fyrir skítinn - sem nú er að verða horfinn því við erum með Mastersgráðu í hreingerningum.
Nóg að gera hjá mér í starfsnáminu og Ronja er ánægð í skólanum. Ciera vinkona hennar kemur í heimsókn til okkar einhvern tíman í næstu viku eftir skóla og það verður örugglega æðislegt fyrir þær báðar.
Hef það ekki lengra í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Elsku Adda. Hef verið mjög léleg að skrifa hér, þeas. hef ekkert skrifað :( Hef samt fylgst með ykkur í gegnum síðuna. Gott að heyra að allt mjakast þetta í góða og rétta átt hjá ykkur. Hlakka til að heyra meira. Knús frá "næstum miðaldra nágranna" á Óðins (það er nú óneitanlega dauflegra þar um þessar mundir), knús líka frá stelpunum og að sjálfsögðu knús frá okkur öllum til Ronju. xxx Hanna
jeminn hvað ég er stolt af ykkur:* þið standið ykkur eins og hetjur..!! það er enginn meiri snillingur en ronja að tala ensku;) mikið er gott að þið eruð komnar með íbúðina;)
langar að hitta ykkur á skype sem fyrst, langar svo að spjalla við ykkur:) knús og kossar seisa
Takk Seisa mín og Hanna. Við erum ekki komnar með netið ennþá, það getur tekið margar margar vikur.... Alveg óþolandi. Þannig að það er lítið um skype í bili, nema ég fari heim til Söru og kíki á skypið (þar sem ég er núna að skrifa þetta). Heldur ekki komnar með heimasíma, en við erum komnar með númer en það er ótengt.
Hæ pæjur
Já, ég veit!! er búin að vera ömurlega í að láta heyra í mér. En hrikalega skemmtilegt að lesa frá ykkur. Annars allt ágætt að frétta, smá átök í vinnunni, en bara hressandi :-) Fínt að frétta af stelpunum, Margrét alveg á fullu með liðinu sínu að undirbúa sig fyrir Evrópumót, sem verður í október, krullhærði krakkinn hress og kátur. Hva og er nóg pláss fyrir gesti??? Ég veit ekki hvort mér tekst að draga Lilju, hún er ekki í ferðastuði. Heyrðu, Gilbert gullrass spurði hvort ég vissi um einhvern á leið til Glasgow, ætlaði að reyna að koma á viðkomandi pakka til Rosalie. Sagði honum frá þér og hann vill endilega hitta þig ha ha ha til að koma fótboltaoutfiti fyrir Rosalie til Íslands. SURE Döff dagurinn er svo næstu helgi, ætla að reyna eitthvað að taka þátt í því. Heyrðu Adda, þú verður að kíkja á bloggið hans Mása, þar sem hann talar um heimsókn á Læknavaktina!!! Og ertu eitthvað komin í samband við táknmáls...eitthvað, spennandi að frétta af því. Við Rosalie sendum knús og kossa til ykkar Ronju,
bless í bili,
SET
Post a Comment