Ekkert markvert hefur svosem gerst undanfarna daga. Nema kannski fréttir af íbúðinni. Peningamálunum hefur verið reddað og ég fæ íbúðina pottþétt, en það verður þó smá bið á því. Það var einhver leki þar og átti að laga smá part af gólfinu, en kom svo í ljós að það var meira en var haldið, svo það þarf að rífa upp allt parketið og setja nýtt og verður ekki byrjað á því fyrr en á þriðjudaginn og verður tilbúið í fyrsta lagi á fimmtudag. Það verður hringt í mig frá leigumiðluninni þegar þetta verður tilbúið. Góðu fréttirnar eru þó þær, að ég mun ekki þurfa að borga leiguna nema frá þeim tíma, svo það sparar aðeins peninga fyrir mig.
Við erum ennþá dáldið að drepast úr leiðindum... og hálfslappar líka, með vöðvabólgu, hálsbólgu, síþreytu og hausverk... Það hlýtur að lagast.
Dettur ekkert meira í hug í bili. Skrifa þegar hausinn á mér hefur opnast og fyllst af hugmyndum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment