Það var mikil gleði hjá okkur í hádeginu í dag, en þá barst loksins annar böggullinn með dótinu okkar frá Íslandi. Í þessum var eitthvað af fötum, húfur og vettlingar (sem okkur var farið að vanta) og til allrar hamingju leikföngin hennar Ronju, eða að minnsta kosti eitthvað af þeim. Hinn kassinn skilar sér vonandi á næstu dögum. Svo kom reyndar önnur gleðisending í morgun, en það var lítill bakpoki frá Ronju með smávegis dóti, sem við gleymdum hjá Heiðu í Danmörku. Svo Ronja hefur verið kát í dag að leika sér með dótið sitt, spila á hljóðfæri og klæða sig í búninga :)
Rétt í þessu kom Ronja æpandi inn í eldhús, því það kom óboðinn gestur skríðandi til hennar inni í svefnherbergi. Þetta var einhvers konar margfætlubjalla - við skulum bara kalla hana það... og við skulum líka segja að "I took care of it!"
Ég er nú að byrja að vinna í BA ritgerðinni minni, búin að leita að heimildum og fæ aðgang að bókasafninu í skólanum á morgun, svo ég ætti að finna einhverjar bækur þar til að byrja að lesa. Þetta er samt allt á byrjunarstigi, en það er þó alltaf byrjunin.
Fór líka í dag að tala við Robert og Deboruh, kennarana í kúrsinum mínum í skólanum og fékk nánari útlistingu á hvernig "placement" (starfsnámið) gengur fyrir sig, hvað ég þarf að taka marga tíma í því og hvað ég fæ margar einingar fyrir það o.s.frv. Þetta skýrði ýmislegt fyrir mér og nú þarf ég bara að tala betur við Deboruh (önnur Deborah) hjá Solar Bear, fyrirtækinu sem ég er í starfsnáminu hjá, um hvernig þetta verður nákvæmlega. Svo eitthvað að gerast í skólamálum loksins.
Já og svo er hann Lord Fredrik, heimilismúsin "hennar" Söru búinn að láta sjá sig. Hann kíkti á Helgu (au pairan) um daginn. Henni brá óskaplega í brún, en varð þó ekki meint af. Lord Fredrik varð ekki meint af heldur.
Svo fann ég bækling frá einhverju danskompaníi þar sem maður getur farið á alls konar námskeið. Við Helga erum báðar að hugsa um að skella okkur!
Ekki verður þetta lengra í bili, skrifa aftur þegar eitthvað hefur gerst...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ elsku frænkurnar mínar.
Gott að allt gengur vel. Ranna amma er tölvulaus í bili og Unna er í USA en ég sendi þeim bloggsiðuna ykkar.
Bestu kveðjur frá öllum
Líði ykkur vel og farið þið varlega elskurnar.
Ykkar frænka
Edda
Takk elsku frænkan okkar,
Við biðjum líka að heilsa öllum og sendum ykkur stórt knús. Eruð þið nokkuð byrjuð að flytja?
Post a Comment