Jæja, jæja. Þá erum við búnar að fá íbúðina. Við gistum reyndar ekki þar fyrr en á morgun, hún er illa þrifin og við erum bara búnar að fara með smá dót þangað. Byrjaði reyndar skringilega, því við fengum ekki réttan lykil að sameigninni... Það er s.s. svona skynjari í staðin fyrir venjulegan lykil og við fengum engan svoleiðis. Við vorum þó heppnar að yndislegur næstum miðaldra íbúi í húsinu, nýji nágranninn okkar hann Martin, hleypti okkur inn og lánaði okkur aukalykil sem hann átti að bakhurðinni en til að komast að henni þurfum við að fara í gegnum bílastæðin bakvið húsið. Ég fer á leigumiðlunina á morgun og fæ vonandi lykil þá og mun líka leggja fram smá kvörtun yfir hvað íbúðin er illa þrifin eftir síðustu leigjendur.
Okkur leið nú samt hálf skringilega að koma þarna inn og vita að við ættum að eiga heima þar, því þessi íbúð er svo svakalega stór að þetta er bara næstum eins og Ikeaverslun! Mikill stærðarmunur á þessari og litlu kósí íbúðinni hennar Söru.
Ég verð á skrifstofunni hjá Solar Bear nokkra daga í þessari viku og flesta í þeirri næstu að hjálpa eitthvað til og kynnast starfi þeirra betur í tengslum við starsnámið mitt. Það er bara spennandi og ég hlakka til, þetta er frábært fólk sem ég er búin að hitta þar og verður bara gaman að vinna meira með þeim.
AF RONJU
Ronja fór kát og glöð í skólann í morgun og virtist bara ánægð með daginn. Hún hefur verið pínu neikvæð stundum gagnvart skólanum, þrátt fyrir að kennarinn segi hana glaða og káta þegar hún er þar. Hún er dugleg að reyna að tala ensku og námsfús - oftast - en hún er óþolinmóð (eins og flestir vita sem hana þekkja) og þolir ekki að kunna ekki að tala reiprennandi strax og skilja ekki allt. Þegar við erum í búðum og lestarstöðvum og fleira þá biður hún mig iðulega að segja sér hvernig hún eigi að segja hitt og þetta (t.d. panta mat, spyrja um vörur, kaupa miða eða hvað það nú er), því hún vill fá að segja það sjálf á ensku!
Hún er líka ægilega spennt að flytja í nýju íbúðina.
Það er reyndar mjög fyndið að fylgjast með henni reyna að ná enskunni. Hún endurtekur oft setningar sem hún heyrir úti á götu þegar við erum á röltinu og spyr mig hvað þær þýða. Það er hins vegar verra þegar hún endurtekur eitthvað sem hún hefur heyrt í skólanum eða í teiknimyndum og biður mig að þýða það, því í flestum þeim tilfellum hefur framburður orðanna bjagast svo mikið að ég næ ekki nema 1-2mur orðum í setningu...
Svo er alveg kostulegt að fara með hana meðal fólks, í matvörubúðir, almenningsgarða og annað, því þar byrjar hún oft að tala "ensku" við mig, sem er bara bullmál með stöku ensku orði í bland. Hljómar eitthvað eins og: "Mommy, canjurey lepes tinnju a míkalogginsen kangaroo? Please?"
Ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að svara þessu... en eitt er víst að ég má alls ekki svara henni á íslensku!
Var ég búin að minnast á að það er POOL BORÐ Í STOFUNNI á nýju íbúðinni?!!! Ronja og Helga tóku strax einn leik þegar við fórum niður eftir áðan. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er íbúðin okkar nákvæmlega sama íbúð og hún Sara okkar bjó í á fyrsta árinu sínu hér!! Já, lítill heimur, meira að segja í Sameinuðu Konungsdæmunum!
Fleiri fréttir eru ekki af okkur í bili. Við verðum internet og símalausar til að byrja með í nýju íbúðinni, en munum þó koma við ýmist hér hjá Söru eða á internetkaffihúsum til að kíkja á netið, þangað til það verður virkt hjá okkur.
Þeir sem vilja fá heimilisfangið okkar ættu að senda mér tölvupóst á addarut@gmail.com
Knús til ykkar allra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
hæhæ elskurnar mínar
gott að heyra að íbúðin sé fín, það er aldrei að vita nema ég skreppi til ykkar og taki einn leik:)
Kveðja Maren og bumbubúi
Ég held að við Íslendingar í Glasgow komum heim "Colour of money style" og hösslum fé út úr grunlausum Íslendingum á hinum ýmsu poolstofum!
Ég held að við Íslendingar í Glasgow komum heim "Colour of money style" og hösslum fé út úr grunlausum Íslendingum á hinum ýmsu poolstofum!
Hahah já þokkalega. Við sláum upp móti og þykjumst vera bara pæjur sem ekkert kunna nema vera í hælaháum skóm og svo rúllum við mótinu upp
gott að heyra að allt gengur vel :)
Rakel
ja endilega kiktu maren, thu og thinir erud alltaf velkomin
Ronja vinkona er ekkert smá dugleg! Mér finnst hún standa sig eins og hetja í þessum nýju aðstæðum. Gott að heyra að þið eruð komnar í íbúðina. Hlakka til að sjá hana þegar ég kem í heimsókn. (Það vantar ekkert "EF" í setninguna hér að framan!)
Kveðja frá íkornanum á Langholtsvegi
Eg er yfir mig anaegd med ad ekkert "EF" se i thessari setningu hja ther Maria! Thessu svara eg med ad tilkynna ther ad thad er meira en NOG plass i nyju ibudinni og kostar ekkert ad fara i Pool i stofunni.
hææææææ
gaman að frétta af ykkur, er nett abbó út í stóru íbúðina, kannski af því mín íbúð er einmitt á stærð við sosum eins og eitt pool-borð já. leigan hlýtur að vera ódýrari í glasgow en í dublin.
kv. Guðný Dublinarbúi
ps. bloggið mitt: guundibondi.blogspot.com
Frábært að heyra hvað allt gengur vel og hvað Ronja er dugleg í skólanum og að læra enskuna.
Post a Comment