Ég held að bresk hús séu gerð úr tannstönglum og dagblöðum á grunni úr blautum svampi. Í hvert skipti sem þungir bílar keyra framhjá húsinu sem við erum í, þá höldum við að það sé kominn jarðskjálfti. Reyndar finnur maður þetta líka þegar maður stendur á gangstéttum niðri í bæ og þungir bílar keyra framhjá. Ef það kæmi einhvern tíman jarðskjálfti hér (sem ég veit nú ekki til að hafi nokkurn tíman gerst, né sé einhver séns á), þá bíð ég ekki í afleiðingarnar...
Verum þakklát fyrir stórkostlega byggðu íslensku húsin okkar og okkar færu verkamenn sem kunna til verka. Þeir finnast greinilega ekki á hverju strái í útlöndum. Með því að líta í kringum mig inni í húsum hef ég einnig verið minnt á það sem ég komst að þegar ég bjó síðast í Bretlandi og það er að bretar kunna ekki að mála. Þeir byrja bara einhversstaðar og draga rúlluna út og suður um vegginn og bara eina umferð, þannig að veggirnir og loftin líta út fyrir að hafa bara verið grunnuð. Merkilegt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment