Wednesday, 12 November 2008

Glasgóvskir strætisvagnstjórar gera skandala en Ronja fer í partý

Æi hvað ég er löt að blogga. Þið fyrirgefið mér vonandi því þið vitið hvað ég er duglegð við að vera upptekin!! Og kann ekki mikið að slaka á....

En jæja. Það er svo margt sem ég gæti bloggað um að ég veit ekki hvar á að byrja.

Jú Glasgóvskir strætóbílstjórar eru hentug byrjun. Takið eftir að ég skrifaði ekki "góð" byrjun, því þó að sumir þeirra séu hinir yndælustu, þá eru allmargir þeirra langt frá því að vera góðir... Nei þeir eru nefnilega meira og minna snaróðir í skapinu, fúllyndir og ekki með vott af þjónustulund. Ég hef orðið vitni af nokkrum miður skemmtilegum uppákomum í kringum þessa starfsstétt og heyrt af öðrum.
Hér eru nokkur dæmi:

* Þú þarft að veifa strætó frá stoppistöðinni ef þú vilt að hann stoppi fyrir þér. Hann keyrir samt oft framhjá - bara svona ef hann er í þannig skapi!!

* Eins og almennt þekkist í strætókerfum, þá þrýstir maður á bjölluhnapp til að gefa til kynna að maður ætli út á næstu stoppistöð. Stundum bara nenna þeir ekki að stoppa þar og hleypa þér bara út á næstu - sem er stundum langt í burtu!

* Um daginn var ég að bíða eftir strætó en hann var stopp í umferðaröngþveiti bara rétt hjá stoppistöðinni. Þá sá ég að inní strætónum var maður að rífast við vagnstjórann. Farþeginn var orðinn æfur af reiði, því vagnstjórinn vildi greinilega ekki opna dyrnar og hleypa honum út, fyrr en hann væri kominn nákvæmlega á stoppistöðina (sem var nokkrum skrefum frá), þrátt fyrir að strætóinn væri alveg stopp í umferðinni.... Farþeginn tryllist að lokum og byrjaði að reyna að rífa hurðina upp með handafli - með misjöfnum árangri. Á endanum komst vagninn að stöðinni og þar opnaði vagnstjórinn hurðina og maðurinn rauk út æpandi fúkyrði sem ekki er vert að hafa eftir og sparkaði svo í nærstadda veggi og ljósastaura. Vagnstjórinn lét þetta greinilega á sig fá svo um munaði og var afar fúll í skapi (svosem skiljanlegt, en þetta var ekki öðrum farþegum að kenna!). Heill her af fólki var að fara að taka þennan strætó (enda "peak-hour" - s.s. kl eitthvað um 18), svo röðin var löng. Ég komst inn og svo sé ég að hann lokar hurðinni bara á miðja röðina!! Kona sem kom síðust inn æpti á hann og gargaði, því einhver sem var með henni var skilinn eftir úti! Hún heimtaði því að fá að fara frá borði, en vagnstjórinn keyrði bara af stað og bar fyrir sig að vera 10 mínútum á eftir áætlun!!!! Að lokum hleypti hann konunni út á næstu ljósum, því hún öskraði svo mikið!

* Síðasta dæmið sem ég tek um strætóbílstjóra að þessu sinni varðar okkur mæðgur beint og hefði getað farið illa- en gerði það samt ekki!
Sko, maður þarf að vera rosa snöggur að koma sér að dyrunum eftir að maður hringir bjöllunni, því þeir bíða sko ekkert eftir að fólk komi sér út. Ef þú ert ekki tilbúin(n), þá missirðu bara af þinni stoppistöð!
Við Ronja vorum s.s. á leiðinni út úr strætó, við vorum tilbúnar á réttum stað og vorum við það að fara út um dyrnar, þegar vagnstjórinn LOKAR!!! og Ronja akkúrat í hurðinni! Ég henti mér á eftir henni á milli hurðanna, svo ég myndi lenda á milli í stað hennar, og öskraði heil ósköp að vagnstjóranum á meðan, svo hann opnaði dyrnar strax aftur. Dyrnar náðu ekki að lokast, sem betur fer, en það munaði ekki nema nokkrum sentimetrum að barnið hefði orðið á milli. Ég snéri mér að vagnstjóranum á leiðinni út og gaf honum reitt og skilningslaust augnarráð... og hvað fékk ég til baka?? GLOTT!!!!!!!!! Þú kremur næstum því 5 ára gamalt barn með strætóhurð OG ÞÚ GLOTTIR!!!! Já.... ég varð dáldið reið...

Já, svo sáu Haffi og einhver (hann býr hér líka, kærasti Önnu Leu) um daginn að strætóbílstjóri keyrði af stað þegar gamall maður var annað hvort að fara út úr strætó eða reyna að komast inn í strætó. Gamli maðurinn datt í götuna á milli strætósins og gangstéttarbrúnarinnar og lenti hálfur undir strætónum. Bílstjórinnn tók ekki eftir neinu og stoppaði ekki fyrr en fullt af fólki var æpandi og berjandi í hliðina á strætónum og hann var næstum búinn að keyra með dekkin yfir blessaðan gamla manninn!

Nóg um þessa strætóbílstjóra...


Ég borða allt of mikið af snakki, þó mér finnist það ekki einu sinni gott!! Ég held ég hafi borðað meira af snakki á þremur mánuðum hér en ég hef gert samanlagt alla ævi! Enda er bara alls staðar snakk hér í þessum litlu hentugu pokum og Bretar eru flestir límdir við annan endann á svona snakkpoka. Ósjálfrátt fer maður að taka þátt í þessum kúltúr og kaupir sér "einn í nesti". Enda hefur það skilað sér í dágóðri bumbu sem hangir á mér framanverðri....

Ronja er búin að vera lasin í 3 daga. Hún var með rosalega háan hita á mánudag og aðfarnótt þriðjudags, ég skildi samt ekkert í því hvað hún mældist með lágan hita, því hún var svo sárlasin greyið. Í dag var hún svo orðin hitalaus og þá gerði ég tilraunir á mælinum... Kom í ljós að hann mælir um 1,5 gráðum undir raunverulegum hita... Svo barnið var með um 39,5 gráðu hita í fyrrinótt.. greyið litla ekki furða að hún hafi verið svona lasin. Hún er þó öll að braggast núna og vildi ólm fara í skólann í morgun. Ég leyfði það auðvitað ekki... en hún bakaði með Helgu í staðin á meðan ég var í skólanum. Vonandi verður hún orðin nógu brött til að fara í skólann á morgun.

Hún er alltaf að verða betri og betri í enskunni. Þar síðasta föstudag var Hrekkjavaka og Ronju var boðið í Hrekkjavökupartý með Cieru vinkonu sinni og mömmu hennar. Hún valdi sér búning (fyrir afmælispeninga frá Unnsu frænku c",) ), alveg hrikalega fínn býflugubúningur (sjá mynd). Það var þvílík spenna að vera boðið í partý og hún skemmti sér alveg konunglega. Það var farið í alls kyns leiki og hún tók fullan þátt í öllu. Þegar ég spurði Jen, mömmu Cieru hvort hún hafi verið þæg og góð þá sagði hún að allt fullorðna fólkið í partýinu (fjölskylda hennar) hafi talað um hvað Ronja væri ofsalega þæg og örugg með sig!!! Ég var auðvitað rífandi stolt af unganum mínum, sem er líka algjör hetja!!!

Með þeim orðum skal þessari bloggfærslu ljúka. Þangað til næst.

Thursday, 30 October 2008

Óhappagenið lætur á sér kræla og Ronja orðin rappari

Jæja, þá finnst mér að ég ætti að skrifa eitthvað. Það er náttúrulega búið að vera brjálað að gera og mér finnst ég ekki hafa haft neinn lausan tíma fyrir blogg, msn, skype, síma eða neitt slíkt. Þannig að mér líður dáldið eins og ég sé búin að missa sambandið við Ísland.
Nú svo tókst mér að næla mér í flensu, var alveg ónýt í skólanum á þriðjudag og var svo heima hundveik í gær og er enn heima í dag. Aðeins skárri, en samt ennþá drulluslöpp. Ég er að reyna að bæta úr þessu sambandsleysi við landið mitt og landa mína með því að blogga, vera skráð inn á msn og horfa á endursýningu á handboltaleiknum síðan í gærkvöldi (gleymdi að horfa á hann í gær).
Hlynur (meðleigjandi minn og bekkjarfélagi heima á Íslandi fyrir þá sem ekki vita) er líka búinn að vera veikur en var að skríða aftur í skólann í dag. Svo það kæmi ekki á óvart ef hún Ronja mín yrði næst, eða Helga.

Við Ronja fórum með bekknum mínum á fótboltaleik á mánudagskvöldið. Þetta var bara leikur í einhverri svona lítilli deild held ég, samt örugglega í svipuðum gæðum og 1.deildin heima. Annað liðið sem var að keppa var Arthurlie sem er lið Barrhead, bæjarins sem við erum að vinna verkefni í í skólanum. Arthurlie spilaði illa í fyrri hálfleik en rifu sig upp í þeim seinni og unnu 3-2.
Nú að sjálfsögðu þurfti óhappagenið mitt að láta á sér kræla mjög fljótlega í leiknum. Við stóðum til hliðar við annað markið og í einni sókninni var boltanum dúndrað útaf og hvað haldið þið???? Jú, jú auðvitað hafnaði hann beint í bringunni á mér! Svo skaust hann bara aftur inn á völlinn og þeir héldu áfram að spila. Þetta var ekkert smá högg og ég var alveg aum í bringunni um kvöldið, en ég var ekkert stórslösuð svo þetta var bara mest fyndið. Engu að síður vorum við mjög heppnar í óheppninni, því um 1-2 mín áður hafði ég haldið á Ronju og þá var höfuðið á henni akkúrat í sömu hæð og boltinn hæfði mig í bringuna!

En þetta fór allt vel og var rosa stuð. Ronja skemmti sér alveg konunglega og var gjörsamlega í essinu sínu. Hún var svo hress og fyndin og skemmtileg og bræddi hjörtu allra í bekknum. Þau voru alveg dolfallin yfir henni og fannst hún algjört æði. Hún sló um sig með einhverri ensku og svo tók hún einhverja í íslensku tíma. Svo alveg upp úr þurru þá kreppti hún hnefann, sló honum í bringuna og setti svo hendina út með 3 putta út (þumal, vísi og löngutöng) og sagði: "WORD!" Alveg eins og alvöru rappari! Það var alveg ógeðslega fyndið og sló gjörsamlega í gegn!!! Ég veit ekki hvar hún lærði þetta!

Læt þetta nægja í bili, skrifa kannski bara meira á eftir fyrst ég er heima...

Thursday, 16 October 2008

Í sambandi við umheiminn á ný

Sæl öll sem nennið að lesa. Einhverjir hafa kvartað undan þessari bloggleysu hjá mér - sem er bara gott, því það þýðir að ég er ekki að skrifa fyrir "tómum augum" eins og maður segir á góðri íslensku. En hér er ég komin aftur, endurnærð eftir erfitt netfrí.
Það er reyndar tæp vika síðan við fengum netið loks í hús (og heimasíma), en það er líka búið að vera mikið að gera.

Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er ég einstaklega lagin við að hafa mikið að gera og hlaða á mig allt of mörgum verkefnum og ég hef ekki látið deigan síga í þeim efnum þrátt fyrir búferlaflutningana. Það sem er þó slæmt í því sambandi er að hér í Glasgow er sólarhringurinn mun styttri en í stórborginni Reykjavík. Jæja nú hafa víst margir hugsað: "Nei Adda Rut, vertu ekki svona misgáfuð kona, 24 klst eru alltaf 24 klukkustundir hvar sem er í heiminum!" En mín rök fyrir þessari staðhæfingu minni eru þau að þó 24 klst séu alltaf 24 klst, þá gera vegalengdir það að verkum að stundirnar 24 styttast. Þetta hljómar óttalega vitlaust þegar ég les þetta upphátt... Allavega, bottomlínan (ég er sko búin að live so long í útlöndum sko að ég bara forget the Icelandic language you know) er sú að það tekur svo langan tíma að ferðast á milli staða að það verður miklu minni tími eftir til að gera allt annað en sitja í lest eða strætó eða labba um allt. Það var það sem ég vildi segja.

Svo hef ég komist að því að ég er orðin dáldið gömul og þarf minnsta kosti 9 tíma nætursvefn til að lifa daginn af án 5 bolla af kaffi... Ekki gott. Sérstaklega ekki þar sem megnið af bekkjarfélögum mínum eru á aldrinum 18-21.

Í stuttu máli gengur vel. Það er fullt að gera í skólanum hjá mér, en það er líka rosalega gaman þar og ég er búin að læra fullt og á eftir að læra enn meira. Skrifa meira seinna um hvað ég er nákvæmlega að gera þar.

Ronja er ofsa dugleg, hún er farin að skilja miklu meira í enskunni, þó hún tali ekki mikið. Hún er búin að vera í fríi þessa viku, nokkurs konar miðsvetrarfrí (þau kalla það "october-week" hér) og því er Helga búin að vera með hana allan daginn. Þær eru búnar að sækja dansnámskeið í vikunni og leikhóp (play-group), sem er í boði hjá einhvers konar "ÍTR" Glasgowbúa og hafa skemmt sér konunglega. Ronja alveg elskar þessa danstíma - verst að þeir eru ekki í boði nema bara þessa viku held ég. Ætla samt að athuga það betur.
Hún er orðin ansi fær á píanóið þessi elska, ótrúlegt hvað hún er fljót að ná þessu, þvílíkt tónlistargen sem ræður ríkjum í þessu barni! Já.. ég var kannski ekki búin að blogga um þetta áður, eða hvað? Hún Ronja er s.s. að læra á píanó. Hún fer ca. 1x í viku (stundum sjaldnar útaf frídögum sem hafa komið upp) og kona sem heitir Anca kennir henni. Frábær stelpa sem er í mastersnámi í RSAMD (sami skóli og ég er í). Anca er yfir sig hrifin af Ronju og hæfileikum hennar og segist aldrei hafa hitt 5 ára barn sem hefur svona gott tóneyra og svona mikla hæfileika. Í fyrsta tímanum bað Ronja um að fá að heyra hvernig Anca getur spilað og um leið og Anca varð að bón hennar, sagði hún að hún hafi aldrei lent í þessu áður - að svona ungt barn hafi áhuga á að heyra hana spila.
Ronja er ekkert allt of hrifin af að gera tónstiga og fingraæfingar, en það er allt í lagi, við förum bara rólega í þetta og pössum (ég og Anca) að ýta ekkert á hana, svo hún missi ekki áhugann. Í síðasta tíma byrjaði Anca að kenna henni do-re-mí lagið úr Sound of Music og mín dama er bara búin að ná því strax! Reyndar með vinstri, en hægri kemur! Þar sem hún er örvhent getur verið dáldið erfitt að fá hana til að spila með hægri en það er engin ástæða til að vera of ýtinn með það frekar en annað.

Ég ætla að láta þetta nægja í bili, þarf að fara að sofa. Ég læt ekki líða eins langt á milli blogga næst, það er loforð!

Wednesday, 24 September 2008

Er her enn

(afsakid, er ad vinna a skrifstofunni hja Solar Bear og hef ekki islenska stafi i tolvunni, svo thetta er skrifad a utlenskri islensku):

Bara rett ad henda inn nokkrum ordum til ad lata vita ad eg er ekki haett ad blogga og vid erum allar a lifi og vid goda heilsu. Eg hef bara ekki skrifad lengi thvi eg kemst svo sjaldan a netid thessa dagana, thar sem netid er ekki ordid tengt hja okkur. Vid faum tho heimasima og net innan 2ja vikna.
Sara er komin til Glasgow og kom hun med mikla og goda sendingu fra Oddu ommu og Joa afa, mommu og fleirum. Hef komist ad thvi ad islenskar sukkuladirusinur (Gou) eru storlega vanmetnar!!!
Astarthakkir fyrir sendinguna amma, afi og mamma!!! Thusund kossar og knus! Allir hinir sem sendu Ronju afmaelispakka: Astarthakkir fyrir thad! Hun verdur svakalega glod a laugardaginn thegar hun faer svona margar hlyjar kvedjur og gjafir fra Islandi!

Ja, Ronja hlakkar oskaplega mikid til ad eiga afmaeli og vid erum ad byrja ad undirbua veislu sem verdur haldin a laugardaginn (afmaelisdaginn sjalfan). Hun aetlar ad bjoda 3-5 krokkum ur bekknum sinum, vid aetlum ad skreyta og hafa pakkaleik og eitthvad fleira skemmtilegt. Vid erum badar i frii allan fostudaginn, svo vid notum hann vaentanlega til ad undirbua veisluna.

Vid erum alltaf ad finna fleiri og fleiri stadi i ibudinni sem eru oasaettanlega ohreinir og illa thrifnir og eg er alveg komin med upp i kok af thessu. Eg er a leidinni i leigumidlunina ad kvarta a eftir. Vid fengum £30 fyrir ad thrifa bakarofninn sjalfar, sem er bot i mali, en eg tharf ad lata vita af ollu hinu ogedinu! Sem daemi, er uppthvottavelin stiflud thvi hun er full af skit og drullu, svo mikill vidbjodur ad eg hef aldrei sed annad eins! Thad er farinn ad myndast sveppagrodur i henni og allt. Eg er buin ad thrifa storan hluta af thessu, en get ekki losad stifluna nema skrufa velina eitthvad i sundur... svo eg thori thvi ekki alveg. Ja og svo er fullt af poddum i ibudinni, sem tho virdist hafa faekkad eftir ad vid thrifum golfin og listana...

Jaeja, verd ad halda afram ad vinna.

Knus til allra, laet heyra fra mer aftur thegar eg get.

Thursday, 18 September 2008

Stutt og laggott

Bara rétt að henda inn í tilkynningaskylduna á meðan ég er við nettengda tölvu.
Höfum það fínt, erum orðnar dáldið þreyttar á að þrífa. Erum alltaf að sjá betur og betur hvað íbúðin var illa þrifin eftir síðustu leigjendur. Við fáum greidd 30pund í "skaðabætur" fyrir bakarofninn, með því skilyrði að þrífa hann sjálfar. Ætla að taka því, get vel notað þann pening. Erum ekki alveg búnar að koma okkur fyrir, en erum mjög langt komnar. Íbúðin er samt æði, þrátt fyrir skítinn - sem nú er að verða horfinn því við erum með Mastersgráðu í hreingerningum.
Nóg að gera hjá mér í starfsnáminu og Ronja er ánægð í skólanum. Ciera vinkona hennar kemur í heimsókn til okkar einhvern tíman í næstu viku eftir skóla og það verður örugglega æðislegt fyrir þær báðar.

Hef það ekki lengra í bili.

Monday, 15 September 2008

Heimili

Jæja, jæja. Þá erum við búnar að fá íbúðina. Við gistum reyndar ekki þar fyrr en á morgun, hún er illa þrifin og við erum bara búnar að fara með smá dót þangað. Byrjaði reyndar skringilega, því við fengum ekki réttan lykil að sameigninni... Það er s.s. svona skynjari í staðin fyrir venjulegan lykil og við fengum engan svoleiðis. Við vorum þó heppnar að yndislegur næstum miðaldra íbúi í húsinu, nýji nágranninn okkar hann Martin, hleypti okkur inn og lánaði okkur aukalykil sem hann átti að bakhurðinni en til að komast að henni þurfum við að fara í gegnum bílastæðin bakvið húsið. Ég fer á leigumiðlunina á morgun og fæ vonandi lykil þá og mun líka leggja fram smá kvörtun yfir hvað íbúðin er illa þrifin eftir síðustu leigjendur.

Okkur leið nú samt hálf skringilega að koma þarna inn og vita að við ættum að eiga heima þar, því þessi íbúð er svo svakalega stór að þetta er bara næstum eins og Ikeaverslun! Mikill stærðarmunur á þessari og litlu kósí íbúðinni hennar Söru.

Ég verð á skrifstofunni hjá Solar Bear nokkra daga í þessari viku og flesta í þeirri næstu að hjálpa eitthvað til og kynnast starfi þeirra betur í tengslum við starsnámið mitt. Það er bara spennandi og ég hlakka til, þetta er frábært fólk sem ég er búin að hitta þar og verður bara gaman að vinna meira með þeim.

AF RONJU
Ronja fór kát og glöð í skólann í morgun og virtist bara ánægð með daginn. Hún hefur verið pínu neikvæð stundum gagnvart skólanum, þrátt fyrir að kennarinn segi hana glaða og káta þegar hún er þar. Hún er dugleg að reyna að tala ensku og námsfús - oftast - en hún er óþolinmóð (eins og flestir vita sem hana þekkja) og þolir ekki að kunna ekki að tala reiprennandi strax og skilja ekki allt. Þegar við erum í búðum og lestarstöðvum og fleira þá biður hún mig iðulega að segja sér hvernig hún eigi að segja hitt og þetta (t.d. panta mat, spyrja um vörur, kaupa miða eða hvað það nú er), því hún vill fá að segja það sjálf á ensku!
Hún er líka ægilega spennt að flytja í nýju íbúðina.

Það er reyndar mjög fyndið að fylgjast með henni reyna að ná enskunni. Hún endurtekur oft setningar sem hún heyrir úti á götu þegar við erum á röltinu og spyr mig hvað þær þýða. Það er hins vegar verra þegar hún endurtekur eitthvað sem hún hefur heyrt í skólanum eða í teiknimyndum og biður mig að þýða það, því í flestum þeim tilfellum hefur framburður orðanna bjagast svo mikið að ég næ ekki nema 1-2mur orðum í setningu...
Svo er alveg kostulegt að fara með hana meðal fólks, í matvörubúðir, almenningsgarða og annað, því þar byrjar hún oft að tala "ensku" við mig, sem er bara bullmál með stöku ensku orði í bland. Hljómar eitthvað eins og: "Mommy, canjurey lepes tinnju a míkalogginsen kangaroo? Please?"
Ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að svara þessu... en eitt er víst að ég má alls ekki svara henni á íslensku!

Var ég búin að minnast á að það er POOL BORÐ Í STOFUNNI á nýju íbúðinni?!!! Ronja og Helga tóku strax einn leik þegar við fórum niður eftir áðan. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er íbúðin okkar nákvæmlega sama íbúð og hún Sara okkar bjó í á fyrsta árinu sínu hér!! Já, lítill heimur, meira að segja í Sameinuðu Konungsdæmunum!

Fleiri fréttir eru ekki af okkur í bili. Við verðum internet og símalausar til að byrja með í nýju íbúðinni, en munum þó koma við ýmist hér hjá Söru eða á internetkaffihúsum til að kíkja á netið, þangað til það verður virkt hjá okkur.
Þeir sem vilja fá heimilisfangið okkar ættu að senda mér tölvupóst á addarut@gmail.com

Knús til ykkar allra

Wednesday, 10 September 2008

Mig langar....

... að fá fleiri komment á póstana mína. Það er svo gaman!!
Takk, bless.